Sölutraust býður upp á hágæða skyndihjálparvörur sem að eru auðveldar í notkun sem henta einstaklega vel fyrir vöruhús og vöruflutningar.
Einstaklingar, vélar og birgðir þurfa oft að deila rými í vöruhúsi þar sem hraði hefur tilhneigingu til að skipta höfuðmáli. Þungir hlutir og farartæki á hreyfingu (inni og utan vöruhússins) geta skapað hættu. Rétt vinnubrögð og þjálfun geta komið í veg fyrir mörg slys. Geymsla og meðhöndlun hættulegra efna og annarra efna eykur einnig áhættu. Alhliða öryggisráðstafanir lykilatriði þegar meðhöndlað er allt sem hefur líkamlega áhættu í för með sér.
Algengar áhættur
Lyftarar
Lyftarar geta valdið árekstrum sem geta valdið alvarlegum meiðslum. Þar á meðal eru áverka, höfuð-, hand- og fótmeiðsli. Árekstur við geymsluhillur getur valdið því að hlutir falli og valdið meiðslum. Við mælum með því að setja upp nokkrar skyndihjálparstöðvar til að tryggja að það sé aldrei langt í næstu stöð til að meðhöndla slys. Einnig er gott að vera með sjúkratöskur sem hægt er að bera á slysstað eða geyma í farartækjum.
Verkfæri og hnífar
Meðhöndlun, tínsla, pökkun og flutningur á vörum felur venjulega í sér notkun verkfæra og hnífa. Skurðir og sár eru algeng hætta þegar kassar eru opnaðir eða sendingar eru pakkaðar. Að hafa plástur og sárabindi nálægt til að veita skjóta og auðvelda sárameðferð mun auka öryggi starfsmanna og tryggja að vinnan geti haldið áfram á auðveldari hátt. Sárameðferðarskammtarinn okkar er tilvalinn fyrir pökkunarstöðvar, einnig sem viðbót við Skyndihjálparstöðina okkar.
Efni
Efni geta valdið augnskaða. Ávallt skal nota persónuhlífar en það er mjög mikilvægt að hafa neyðar augnskol til staðar til að meðhöndla slík atvik. Augnþvottur er nauðsyn hvenær og hvar sem hættuleg efni eru geymd og meðhöndluð.
Cederroth augnskol hefur hlutleysandi áhrif á basa og sýrur, sem eykur líkurnar á að bjarga sjóninni miðað við að nota kranavatn eða saltlausn. Við erum með úrval af pökkunar- og geymslulausnum. Fyrir kalt vinnuumhverfi mælum við með upphituðum augnþvottaskáp til að forðast að skola með köldu augnþvotti eða að skolið frjósi. Ferða-augnskolið okkar er tilvalið fyrir alla sem vinna á afskekktum stað þar sem hver sekúnda skiptir máli.