Sölutraust býður heildstæðar lausnir í aðgengis-, öryggis- og yfirborðsfrágangi fyrir allar gerðir bygginga. Við vinnum með leiðandi evrópskum framleiðendum og bjóðum vandaðar og endingargóðar lausnir, allt frá stigum, ristum og þrepum til inngangsmottukerfa og neyðarútganga. Markmið okkar er að tryggja öruggt og áreiðanlegt aðgengi með lausnum sem standast ströngustu kröfur um gæði, burðargetu og endingu. Með faglegri ráðgjöf, skjótum vinnubrögðum og sterkum samstarfsaðilum höfum við þjónustað fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í yfir 20 ár.