Skoða vörur

JOMY fellistigi

Jomy fellistigar eru einföld lausn sem önnur flóttaleið ef rýma þarf hús vegna bruna. Um er að ræða tvær gerðir.

Lýsing

Jomy fellistigar eru einföld lausn sem önnur flóttaleið ef rýma þarf hús vegna bruna. Um er að ræða tvær gerðir.

Önnur er með 30 cm þrepbreidd og henta vel t.d. af svefnloftum sumarhúsa, út úr herbergjum gistihúsa og fyrir fámenna staði. Stiginn er 5×5 cm þegar hann er lokaður og lítur út eins og rennuniðurfall.

Hinn er með 50 cm þrepbreidd og auka handfangi í ytri kjálka. Byggður upp úr einingum sem raða má saman þar til réttri lengd er náð. Hægt er að opna hann af fleiri en einni hæð.

 

 

Við erum einnig með palla- og hringstiga.