Author: <span>Vignir Sigurðsson</span>

Andlitslyfting

Við erum EKKI að flytja þótt skiltið hafi verið tekið niður.

Það á að mála húsið.

GLEÐILEGT SUMAR

Gleðilegt sumar kæru landsmenn og takk fyrir veturinn.
Nú fara margir að gera ferðavagnana klára og vonandi fáum við gott ferðasumar. Eitt er það sem allir ættu að athuga en það er að hafa til reiðu sjúkra- og skyndihjálparbúnað. Hvort sem um er að ræða bílinn, ferðavagnin eða bústaðinn.
Við hjá Sölutraust ehf. eigum til flott úrval skyndihjálparvörum og bjóðum líka uppá áfyllingaþjónustu.

Breytt þjónusta !!!!!

Kæru viðskiptavinir af skiljanlegum ástæðum þá höfum við takmarkað heimsóknir okkar til viðskiptavina enda víða í gildi heimsóknarbann.
En við höldum áfram enda nauðsynnlegt að þeir sem á þurfa að halda geti fengið sjúkra- og skyndihjálparvörur.
Hægt er að panta vörur í síma 5541888 eða með tölvupósti. vignir@solutraust.is
Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu.
Stöndum saman og virðum öll tilmæli yfirvalda.

Jomy fellistigar

Er örugg leið út ef upp kemur eldur !!!!!!!!!!!!!!
Vorum að fá sendingu af Jomy fellistigum ( flóttastigum )
í 4 m og 6 m lengdum.

 

 

Gleðilegt sumar kæru landsmenn

Nú eru landsmenn í óða önn að dusta rykið af grillunum og komað þeim í lag.

Það má búast við mikið verði grillað í sumar. En alltaf geta óhöpp gerst !!

þess vegna bjóðum við Burnaid brunagelsvörur með 25% afslætti núna í apríl og maí.

Sölutraust 15 ára í dag

Tíminn er fljótur að líða !!!
Í dag, 15. mars 2019 er Sölutraust ehf. 15 ára.
Í því tilefni hefur þessi nýji vefur verið opnaður með nánari upplýsingar um það sem við erum að bjóða.
Allt þetta afmælisár munum við verða reglulega með tilboð á tilteknum vörum með 15%-30% afslætti.

Val á sjúkrakassa

Eins og vinnustaðir eru margir, eru jafnmargar og mismunandi samsetningar af sjúkrakössum sem henta, allt eftir aðstæðum og fjölda starfsfólks á hverjum stað. Ef sérstakar hættur eru á vinnustað, t.d. vegna efna eða eðlisfræðilegra þátta, getur þurft að taka sérstakt tillit til þess við val á búnaði í sjúkrakassa.

Miða skal sjúkrakassa og staðsetningu við það að hægt sé að nálgast þá innan tveggja mínútna.

Allir ættu að kunna skyndihjálp, það er aldrei að vita hvenær þörf er fyrir þá kunnáttu. Með aukinni skyndihjálparþekkingu starfsmanna er hægt að bæta við sjúkrabúnaðinn.

Öryggisfulltrúinn eða framkvæmdastjóri fyrirtækisins ber ábyrgð á sjúkrakössum, að rétt innihald sé í þeim og að því sé alltaf viðhaldið rétt. Yfirfara þarf sjúkrakassan að minnsta kosti einu sinni á ári, það fer þó eftir notkun. Ef hún er mikil þarf að gera það oftar.

Hér er dæmi um innihald sjúkrakassa sem þarf að vera til staðar á flestum vinnustöðum.

 • Þrýstibögglar minni gerð
 • Þrýstibögglar stærri gerð
 • Brunagel, flaska og grisja
 • Sárabindi
 • Teygjubindi
 • Augnskol
 • Öndunargríma
 • Hanskar
 • Flísatöng
 • Skæri
 • Heftiplástur
 • Skurðplástur
 • Plástur
 • Álteppi
 • Fetill
 • Kompressur
 • Fingurhulsa
 • Sáragrisja

Við hjá Sölutraust sérhæfum okkur í sjúkrakassa-, skyndihjálpar- og öryggislausnum og veitum m.a.  klæðskerasniðna þjónustu tengt því, þar á meðal áfyllingarþjónustu án aukagjalds, en það er jú nauðsynlegt að allt sé hægt að stóla á að allur búnaður sé til staðar þegar á reynir.

Smelltu hér til að skoða fjölbreytt vöruúrval af sjúkrakössum- og skyndihjálparvörum.

Andlitslyfting

Við erum EKKI að flytja þótt skiltið hafi verið tekið niður. Það á að mála húsið.

GLEÐILEGT SUMAR

Gleðilegt sumar kæru landsmenn og takk fyrir veturinn. Nú fara margir að gera ferðavagnana klára og vonandi fáum við …

Nýtt frá Cederroth Taska með brunagelsvörum

Þessi brunagelstaska er mjög hentug þar sem hætta er á brunasköðum t.d. þar sem unnið er með heitt vatn, unnið …