Sjúkrakassar


sjukrakassi-cederrothVið val á sjúkrakössum þarf meðal annars að hafa í huga fyrir hvað marga starfsmenn hann er ætlaður og hverskonar starfsemi er á vinnustaðnum. Ef um er að ræða eldhús eða veitingastað þarf að vera meira af t.d. brunageli, skurðplástri og þrýstibögglum og jafnframt að hafa matvælaplástur (blár plástur) þar sem unnið er með matvæli.

Ef um er að ræða verktaka sem er við vinnu fjarri byggð og þar af leiðandi getur verið langt í næsta sjúkrahús eða sjúkrabíl þá þarf sjúkrakassinn að innihalda töluvert meira að sjúkravörum. Má nefna Samsplitt spelkur, álteppi, kælipoka og jafnframt að annað svo sem þrýstibögglar, sárabindi, skyndiplástur o.fl. sé í meira magni.

Mikilvægt er að hafa gott eftirlit með sjúkrakössum og sjá til þess að þeir séu alltaf með þeim vörum sem eiga að vera þar.

Munið að ef notaðar eru vörur úr kassanum þá þarf að fylla á aftur.
Sölutraust ehf. er með áfyllingaþjónustu.

sjukrakassi-kraftwagenÞótt reglugerð geri ekki kröfu til þess að sjúkrapúðar séu í einkabílum þá teljum við það vera sjálfsagðan öryggisbúnað og hefur marg sannað sig og bjargað mannslífum að slíkur búnaður var til staðar.

Sölutraust er með mjög góða sjúkrapúða sem henta vel í einkabíla sem og fyrirtækjabíla, rútur, ferðavagna o.fl.
Það er eins með sjúkrapúða, þá þarf að uppfæra ef úr þeim er notað einnig þarf að huga að endingartíma. Sjúkravörur eiga að vera merktar með framleiðsludagsetningu og endingardagsetningu sem á flestum sjúkravörum er 3 ár.

Sölutraust ehf. er alltaf með á lager vörur til áfyllingar hvort sem er um að ræða sjúkrakassa eða sjúkrapúða.

 

 

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur. Með því að halda áfram að nota vefinn samþykkir þú notkun þeirra.