Augnskol


augnskol-ogonduschSölutraust ehf. er með nokkrar stærðir og gerðir af augnskoli.

30 ml augnskolstúpur eru hentugar í sjúkrakassa og einnig til á veggplöttum. Þær eru einfaldar í notkun og hugsaðar til skolunar á ryki og minni aðskotaefnum.

Augnskolssprey er til í þremur stærðum 50 ml. 150 ml. og 250 ml. Aðal kostur spreybrúsana er sá að það er hægt að nota þá aftur og aftur þar til þeir eru tómir. Aðrar gerðir af augskoli á ekki að geyma eftir að innsigli hefur verið rofið ef allt innihaldið er ekki notað. 
Einnig er augnskol til í 200 ml og 500 ml brúsum.

pH neutral augnskol er sérstaklega gert til að virka hratt ef augnskaði verður af völdum ætandi efna. Vökvinn breytir sýrustiginu og kemur í veg fyrir ætingu. pH neutral virkar 50 sinnum hraðar vegna ætandi efna en hefðbundið augnskol.

augnskol-plumaugnskol-cederrothaugnskol-cederroth-2

 

 

 

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur. Með því að halda áfram að nota vefinn samþykkir þú notkun þeirra.